Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu landsleikjahléi og teflir Þorsteinn Halldórsson fram leikkerfinu 4-3-3/4-2-3-1.

Það vekur athygli að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir tekur sér stöðu í vinstri bakvarðarstöðunni í stað Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, leikmanns AIK.

Þá nýtur Elín Metta traustsins í framlínunni. Elín Metta byrjaði undankeppni EM af krafti en hefur ekki skorað í síðustu fimm landsleikjum.

Byrjunarlið Íslands:
Sanda Sigurðardóttir
Elísa Viðarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Inibjörg Sigurðardóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Elín Metta Jensen