Það vekur athygli að Ragnar Sigurðsson byrjar á varamannabekknum í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2022 gegn Þýskalandi í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson heldur sæti sínu í markinu.

Varnarlínan er talsvert breytt en við hlið Kára Árnasonar leikur Sverrir Ingi Ingason, miðvörður PAOK.

Þá fær Alfons Sampsted eldskírn sína með A-landsliðinu í stöðu hægri bakvarðar.

Á miðjunni eru Aron Einar Gunnarsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Guðlaugur Victor Pálsson saman með Birki Bjarnason og Arnór Ingva Traustason á köntunum.

Fremstur er Jón Daði Böðvarsson.

Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson

Alfons Sampsted
Kári Árnason
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon

Arnór Ingvi Traustason
Aron Einar Gunnarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Birkir Bjarnason

Jón Daði Böðvarsson