Ítalski íþróttamiðillinn La Gazzetta dello Sport segir í ítalska landsliðið í knattspyrnu hafa farið hreint hörmulega af stað á Evrópumótinu en Ítalía tapaði í gær nokkuð sannfærandi gegn Frakklandi. Liðin eru í riðli með Íslandi og Belgíu og eru Ítalir einmitt næsti mótherji Íslands á mótinu.

Þrátt fyrir hörmungar frammistöðu er þó bent á það í frétt Gazzetta að ekki er öll nótt úti enn.

,,Frakkland er með mjög sterkt lið en Ítalir hefðu ekki þurft að hjálpa þeim svona. Byrjun ítalska landsliðsins á EM var hrein hörmung en þó er enn hægt að bæta upp fyrir þessa frammistöðu. Jafntefli Íslands og Belgíu sér til þess."

Frakkar fóru með 5-1 sigur af hólmi úr viðureigninni gegn Ítölum þar sem að öll mörk franska liðsins komu í fyrri hálfleik. Fyrr um daginn hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Belgíu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir snemma í seinni hálfleik í gær. Hún hafði misnotað víti í þeim fyrri.

Belgía jafnaði á 67 mínútu. Þá skoraði Justine Vanhaevermaet með marki af vítapunktinum.

Ísland og Ítalía mætast klukkan 16:00 á fimtudaginn í Manchester.