Kristján Einar Kristjánsson sem hefur undanfarin ár lýst Formúlunni er kominn með nýtt hlaðvarp fyrir Formúlu 1 kappaksturinn.

Hlaðvarpið heitir Pitturinn og er hægt að fylgjast með því hér. Kristján keppti á sínum tíma í Formúlu 3 og er því einn helsti sérfræðingur Íslands um akstursíþróttir.

Til stendur að fyrsta keppni ársins fari fram í Ástralíu um helgina en líkt og í öðrum íþróttagreinum er kórónaveiran að setja strik í reikninginn.

Búið er að fresta kappakstrinum í Kína og er óvíst hvort að allar keppnirnar fari fram ef útbreiðsla veirunnar heldur áfram af sama krafti

Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu kom í ljós að þrír starfsmenn væru smitaðir af kórónaveirunni