Manchester City tilkynnti í gær að félagið hefði nefnt götu á æfingarsvæðinu í höfuðið á Vincent Kompany og að það eigi að reisa styttu af fyrrum fyrirliðanum fyrir utan völlinn.

Kompany yfirgaf Manchester City í sumar og hélt á heimaslóðir til Anderlecht eftir tíu tímabil í herbúðum ensku meistaranna.

Ákveðið var að halda góðgerðarleik til heiðurs árunum ellefu sem belgíski miðvörðurinn lék með City og rann allur ágóði til styrktar heimilislausra í Manchester-borg.

Kompany gat sjálfur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla þegar 51.000 manns sáu fyrrum liðsfélaga Kompany mæta úrvalsliði leikmanna sem Kompany hefur mætt í ensku úrvalsdeildinni.