Það er The Athletic sem greinir frá og samkvæmt heimildarmönnum miðilsins eru viðræður milli félagsins og Conte á lokametrunum.

Conte var síðast við stjörnvölinn hjá Inter Milan, hann gerði liðið að Ítalíumeisturum á síðasta tímabili. Hann lét af störfum eftir tímabilið og mun nú taka við Tottenham.

Nuno Espirito Santo var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Tottenham á dögunum eftir dapurt gengi undanfarið, hann var entist aðeins nokkra mánuði í starfi.

Conte var orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham fyrir tímabilið en viðræður þá gengu ekki upp. Í honum er Tottenham að fá reynslumikinn knattspyrnustjóra sem þekkir vel til á Englandi. Conte stýrði Chelsea á árunum 2016-2018 og gerði liðið meðal annars að Englands- og bikarmeisturum.