Kasper Hjul­mand, lands­liðs­þjálfari danska lands­liðsins í knatt­spyrnu hefur komið leik­mönnum sínum til varnar eftir að Danir féllu úr leik á HM í Katar í gær. Í kjöl­farið hafa dönsku lands­liðs­mennirnir orðið fyrir hræði­legu netníði og fengið til sín afar haturs­full skila­boð frá ó­sáttum Dönum.

Hjul­mand greindi frá því í við­tali að leik­menn sínir hefðu fengið haturs­full skila­boð eftir að danska liðið stóðst ekki væntingar þjóðarinnar og endaði í síðasta sæti í sínum riðli á HM og án sigurs.

,,Leik­mennirnir eiga þetta ekki skilið, ykkur er vel­komið að beina reiði ykkar að mér, ég get tekist á við þetta og það er mín skylda," sagði Hjul­mand í við­tali.

TV2 Sport kafar í málið og birtir skjá­skot af sumum af þeim haturs­fullu skila­boðum sem dönsku lands­liðs­mennirnir hafa fengið á sam­fé­lags­miðlum.

,,Brennið í hel­víti," og ,,Spila­mennska þín lætur mig kasta upp! Ekki koma heim!" eru á meðal þeirra skila­boða sem sjá má meðal annars sam­fé­lags­miðla­síðum Christian Erik­sen og Joachim Mæ­hle, leik­mönnum danska lands­liðsins.

Danska landsliðið var með þeim fyrstu til þess að tryggja sig inn á Heimsmeistaramótið í Katar eftir að liðið valtaði yfir riðil sinn í undankeppninni. Þá hafði liðið komist í undanúrslit á EM í Englandi í fyrra.

Væntingarnar urðu ekki minni þegar dregið var í riðla á HM þegar kom í ljós að Danir yrðu í riðli með Frakklandi, Túnis og Ástralíu. Leiðin var talin greið upp úr riðlinum með Frökkum en allt kom fyrir ekki.

Danir unnu ekki leik í riðlinum, skoruðu aðeins eitt mark og halda nú heim á leið.