Michael Antonio, leikmaður West Ham, telur að það sé komið gott af tilraunum með myndbandsdómgæslu og að það sé kominn tími til að hætta notkun þess.

Dómarasamtökin í Bretlandi eru búin að játa mistök þegar myndbandsdómarinn í leik Chelsea og West Ham dæmdi af jöfnunarmark West Ham undir lok leiksins.

Þá er búið að staðfesta að mistök hafi átt sér stað þegar mark Newcastle var dæmt ógilt gegn Crystal Palace um síðustu helgi.

„Ég hef margoft sagt það, myndbandsdómgæslan á heima í ruslatunnuni. Myndbandsdómarinn er búinn að gefa til kynna að dómarinn hafi gert mistök og það hefur áhrif á dómarann þegar hann er að taka þessa ákvörðun.“