Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, greindi frá því í dag að búið væri að selja 500 þúsund miða á Evrópumót kvenna sem hefst í næstu viku.
Með því er ljóst að aðsóknin verður að minnsta kosti tvöfalt meiri en í Hollandi árið 2017 þar sem 240 þúsund manns mættu á leikina.
Það er því búið að tvöfalda fyrra metið og enn nokkrir dagar til stefnu.
𝗛𝗔𝗟𝗙 𝗔 𝗠𝗜𝗟𝗟𝗜𝗢𝗡 𝗧𝗜𝗖𝗞𝗘𝗧𝗦 𝗦𝗢𝗟𝗗 🎟️
— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 1, 2022
🎉 Record-breaking sales
🎉 More than double #WEURO2017
🎉 Purchasers across 99 countries
Don't miss out - get yours now! 👇#WEURO2022
Evrópumót kvenna fer fram í Englandi og hefst í næstu viku. Alls eru 700 þúsund miðar sem standa til boða.
Uppselt er á fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu en það er enn hægt að ná sér í miða á leik Íslands og Frakklands í Rotherham þann 18. júlí næstkomandi.