Mótshaldarar í Katar segjast vera búnir að selja 1,8 milljónir miða á HM í Katar sem fer fram síðar á þessu ári. Mesti áhuginn kemur frá löndunum í Mið-Austurlöndunum.

Búið er að úthluta miðum í tveimur gluggum (e. ticket windows) þar sem aðdáendur gátu sótt um tiltekna leiki en næst hefst almenn miðasala þar sem fólk getur keypt miða að vild.

Búist er við því að um þrjár milljónir miða seljist og er því búið að selja tæplega tvo þriðju af miðunum sem standa til boða.

Annars er helsta eftirspurnin eftir miðum frá Kanada, Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Indlandi, Sádi Arabíu, Spáni, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum.

tt