Helstu miðlar halda því fram að búið sé að láta Chelsea-goðsögnina Frank Lampard fara sem knattspyrnustjóra Everton eftir afar dapurt gengi liðsins undanfarið.

Everton situr í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og árangurinn ekki ásættanlegur.

Um helgina tapaði liðið fyrir West Ham.

Nú hefur Everton tapað átta af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum.

Lampard tók við Everton fyrir ári síðan. Hann hefur einnig stýrt Chelsea og Derby.

Everton á eftir að staðfesta tíðindin.