Argentínumaðurinn Néstor Pitana dæmir upphafsleik HM 2018 milli Rússlands og Sádi-Arabíu. Leikurinn fer fram á Luzhniki vellinum í Moskvu klukkan 15:00 á fimmtudaginn.

Pitana, sem er 42 ára fyrrverandi leikari, var einn allra besti dómarinn á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum.

Þar dæmdi hann fjóra leiki, þ.á.m. leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum. Pitana gat ekki dæmt meira á mótinu þar sem Argentínumenn komust í undanúrslit.

Hinn röggsami Pitana vakti ekki bara athygli fyrir góða dómgæslu á HM 2014 heldur líka fyrir glæsilega yfirgreiðslu sem sjálfur Bobby Charlton hefði verið stoltur af.