HM 2018 í Rússlandi

Búið að skipa dómara á upphafsleikinn

Argentínumaður verður á flautunni þegar Rússland og Sádi-Arabía mætast í upphafsleik HM á fimmtudaginn kemur.

Néstor Pitana skartar glæsilegri yfirgreiðslu. Fréttablaðið/Getty

Argentínumaðurinn Néstor Pitana dæmir upphafsleik HM 2018 milli Rússlands og Sádi-Arabíu. Leikurinn fer fram á Luzhniki vellinum í Moskvu klukkan 15:00 á fimmtudaginn.

Pitana, sem er 42 ára fyrrverandi leikari, var einn allra besti dómarinn á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum.

Þar dæmdi hann fjóra leiki, þ.á.m. leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum. Pitana gat ekki dæmt meira á mótinu þar sem Argentínumenn komust í undanúrslit.

Hinn röggsami Pitana vakti ekki bara athygli fyrir góða dómgæslu á HM 2014 heldur líka fyrir glæsilega yfirgreiðslu sem sjálfur Bobby Charlton hefði verið stoltur af.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Allt í hers höndum hjá Bordeaux

Sonur Hålands heldur áfram að slá í gegn

Átta stig í forystu þegar átta leikir eru eftir

Einum sigri frá úrslitaleiknum

Már settti Íslandsmet í 100 metra baksundi

Sjö íslenskir leikmenn eiga möguleika

Auglýsing