HM 2018 í Rússlandi

Búið að skipa dómara á upphafsleikinn

Argentínumaður verður á flautunni þegar Rússland og Sádi-Arabía mætast í upphafsleik HM á fimmtudaginn kemur.

Néstor Pitana skartar glæsilegri yfirgreiðslu. Fréttablaðið/Getty

Argentínumaðurinn Néstor Pitana dæmir upphafsleik HM 2018 milli Rússlands og Sádi-Arabíu. Leikurinn fer fram á Luzhniki vellinum í Moskvu klukkan 15:00 á fimmtudaginn.

Pitana, sem er 42 ára fyrrverandi leikari, var einn allra besti dómarinn á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum.

Þar dæmdi hann fjóra leiki, þ.á.m. leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum. Pitana gat ekki dæmt meira á mótinu þar sem Argentínumenn komust í undanúrslit.

Hinn röggsami Pitana vakti ekki bara athygli fyrir góða dómgæslu á HM 2014 heldur líka fyrir glæsilega yfirgreiðslu sem sjálfur Bobby Charlton hefði verið stoltur af.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Auglýsing

Nýjast

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Enski boltinn

Arsenal að kaupa þýskan markvörð

HM 2018 í Rússlandi

Blatter væntan­legur til Rúss­lands: Sér tvo leiki

HM 2018 í Rússlandi

Neymar haltraði af æfingu

Auglýsing