Fótbolti

Buf­fon yfir­gefur Juventus: Fengið spennandi tilboð

Buffon yfirgefur Juventus eftir sautján ára dvöl um helgina en eftir að hafa ákveðið að hætta hefur honum snúist hugur þegar spennandi tilboð hafa borist.

Hinn fertugi Buffon segist vera að íhuga að halda áfram á nýjum stað. Fréttablaðið/Getty

Gianluigi Buffon, einn besti markvörður allra tíma, staðfesti í dag að hann væri að yfirgefa Juventus að tímabilinu loknu eftir sautján ár í herbúðum ítölsku meistaranna.

Þrátt fyrir að vera orðinn fertugur segist Buffon ekki endilega vera að leggja hanskana upp í hillu, hann hafi fengið spennandi tilboð frá öðrum löndum.

Hann hafi verið búinn að ákveða að hætta að tímabilinu loknu en þessi tilboð hafi blásið í hann lífi á ný.

Hefur hann leikið 655 leiki fyrir Juventus eftir félagsskipti frá Parma en hann hefur unnið ellefu ítalska meistaratitla þótt að tveir þeirra hafi síðan verið teknir af Juventus fyrir að hafa verið að ráðskast með hvaða dómarar dæmdu leiki þeirra.

Eini titillinn sem honum vantar í safnið er Meistaradeild Evrópu en hann tapaði þrívegis úrslitaleiknum með Juventus, 2003, 2015 og 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Austin eignast atvinnumannalið

Fótbolti

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Fótbolti

Markalaust gegn Eistlandi

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing