Gianluigi Buffon er að snúa aftur til Juventus eftir eins árs dvöl hjá PSG þar sem hann verður varamaður Wojciech Szczęsny.

Buffon yfirgaf Juventus eftir sautján ára dvöl síðasta sumar og áttu flestir von á því að hann væri að hætta enda orðinn fertugur.

Ítalinn samdi við PSG og lék 25 leiki með franska félaginu en komst að samkomulagi um starfslok við franska félagið á dögunum.

Szczęsny tók stöðu Buffon hjá Juventus og er aðalmarkvörður liðsins í dag en Buffon er ætlað að vera honum til aðstoðar.

Buffon vantar enn Meistaradeild Evrópu í titlasafnið og virðist ekki vera tilbúinn að gefast upp.