Búist er við því að allt að 5 milljarðar manna um allan heim muni fylgjast með Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í Katar í nóvember á þessu ári. Frá þessu greindi Gianni Infantino, forseti FIFA, á dögunum.

Það yrði því gífurleg aukning á áhorfi milli heimsmeistaramóti karlamegin en árið 2018 horfðu alls 3,5 milljarðar manna með mótinu sem var þá haldið í Rússlandi.

Heimsmeistaramótið í Katar verður spilað á óvenjulegum tíma fyrir heimsmeistaramót en til þess að sleppa við gífurlega sumarhita í Katar verður mótið haldið í nóvember og hlé verður þar af leiðandi gert á öllum helstu deildum heims.

Opnunarleikur mótsins fer fram þann 21. nóvember en í honum mætast Senegal og Holland í A-riðli. Seinna um daginn taka heimamenn í Katar á móti Ekvador.

Úrslitaleikurinn fer síðan fram þann 18. desember á Lusail-leikvanginum í Lusail sem getur tekið á móti 80 þúsund áhorfendum.