Brynjólfur Darri Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur greinst með kórónaveiruna.

Brynjólfur Darri, sem er í leikmannhópi íslenska liðsins sem mætir Úganda og Suður-Kóreu í vináttuleikjum í Antalya í Tyrklandi í þessari viku, er í einangrun og mun ekki spila í komandi leikjum með íslenska liðinu.

„Það var gætt að öllum reglum, hann er í einangrun og ekki útlit fyrir að neinn annar sé smitaður. Það geta allir fengið COVID,“ sagði Ómar á blaðamannafundinum.

Brynjólfur er 21 árs gamall framherji sem leikur með Kristiansund BK í Noregi en hann ólst upp hjá Breiðablik.