Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, fékk óvænt tækifæri með íslenska A-landsliðinu í fótbolta þegar hann hóf leikinn í hjarta varnarinn í vináttulandsleik liðsins gegn Mexíkó um síðustu helgi.

„Það var algerlega frábært að fá þetta tækifæri. Það var smá sjokk að labba inn á leikvanginn og sjá hvað þetta var stórt og hversu margir og ástríðufullir stuðningsmenn voru mættir á svæðið," segir Brynjar Ingi um sinn fyrsta landsleik.

„Þegar við byrjuðum að hita upp og leikurinn byrjaði þá hvarf stressið og mér leið bara vel. Ég var bara sáttur við eigin frammistöðu fyrir utan þennan stutta kafla þar sem ég gerði mistök. Ég þarf bara að læra af því og gera betur næst ef ég fæ annað tækifæri," segir miðvörðurinn sterki.

Athygli vekur að Brynjar Ingi hefur ekki leikið með yngri landsliðum Íslands og var því um fyrsta landsleik hans að ræða. „Ég bjóst ekki við því að vera valinn í leikmannahópinn fyrir EM U-21 í sumar þar sem ég var ekki í hópnum í undankeppninni. Ég setti bara á fókusinn á KA og að standa mig vel þar þegar það kom í ljós að ég var ekki í hópnum.

Það var svo mikill heiður að vera valinn í A-landsliðið og fá að spila með þessum reynslumiklum landsliðsmönnum," segir norðanmaðurinn.

Brynjar Ingi er í hópnum sem heldur til Færeyja og mætir heimamönnum í Þórshöfn á föstudagin kemur.