Knattspyrnudeild KA tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að félagið hafi framlengt samning sinn við Brynjar Inga Bjarnason.

Þessu tvítugi varnarmaður lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki fyrir Magna en færði sig svo um set til KA fyrir síðasta keppnistímabil.

Brynjar Ingi hefur leikið vel í hjarta varnarinnar hjá KA í sumar en liðið hefur fengið á sig næstfæst mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð eða 17 í 16 leikjum einu marki meira en topplið Vals.

Önnur félög höfðu áhuga á kröftum Brynjars Inga og þar af leiðandi eru það gleðitíðindi fyrir norðanmenn að hann hafi skrifað undir nýjan samning.