Fjórar íslenskar konur brutu í gærkvöldi blað í íslenskri knattspyrnusögu en þær urðu þá fyrsti íslenski dómarakvartettinn í alþjóðlegum leik A landsliða á erlendri grundu sem eingöngu skipaður konum.

Bríet Bragadóttir dæmdi þá leik Wales og Færeyja sem var liður í undankeppni EM kvenna 2022 og var leikinn í Cardiff.

Eydís Einarsdóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir voru aðstoðardómarar og Bergrós Unudóttir varadómari.

Markvisst hefur verið reynt að fjölga íslenskum kvenndómurum síðustu ár og er þetta frábært skref í þeirri vinnu