Það var heldur brúna­þungur Wa­yne Roon­ey, fyrrum leik­maður Manchester United og nú­verandi knatt­spyrnu­stjóri Der­by Coun­ty sem mætti í dóm­sal í dag með eigin­konu sinni Co­leen Roon­ey fyrir fyrsta dag í meið­yrða­máli Rebekuh Var­dy gegn Co­leen eftir ára­löng átök þeirra.

Deilur kvennanna tveggja hafa staðið yfir í langan tíma en Rebekah á­kvað að fara með málið fyrir dóm­stóla eftir að Co­leen á­sakaði hana um að leka upp­lýsingum um einka­líf hennar til breska slúður­miðilsins The Sun. Málið hefur teygt anga sína inn í um­hverfi enska boltans en Rebekah er eigin­kona Jamie Var­dy, fram­herja enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Leicester City.

Co­leen greindi opin­ber­lega frá á­sökunum sínum í Twitter­færslu í októ­ber árið 2019 þar sem hún sagðist hafa haft grun um að Rebekah hafi verið að leka upp­lýsingum um einka­líf sitt til The Sun.

Roon­ey fylgdist náið með Insta­gram reikningi sínum og setti inn efni sem að­eins vinir og vanda­menn fengu að­gang að, þar með talið Rebekah Var­dy. Hún segist smám saman hafa fækkað í þeim hópi sem sá efnið sem hún setti inn þar til að Rebekah Var­dy stóð ein eftir.

Hugh Tom­lin­son, verjandi Var­dy í málinu sagði við upp­haf málsins í dóm­sal í dag að skjól­stæðingur sinn hefði ekki lekið upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey í fjöl­miðla, málið hafi skaðað hennar orð­spor.

Verjandi Roon­ey, David Sher­born­e, segir að málið sem tekið sé fyrir snúist í grunninn um svik.

,,Það sem dóm­stóllinn þarf að komast að núna er hvort að Co­leen Roon­ey hafi verið svikin af Rebekuh Var­dy vegna þess að hún vissi að Caroline Watt, al­manna­tengill sinn, væri að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey í fjöl­miðla, upplýsingar sem hún hafði eftir Vardy. Eða hvort að Var­dy hafi verið svikin af Caroline Watt vegna þess að hún hafi lekið þessum upp­lýsingum án vit­neskju Var­dy og hefði með því logið að henni allan þennan tíma."

Rebekah Vardy
Fréttablaðið/GettyImages