NFL-liðið New England Patriots hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við útherjann Antonio Brown en 11 dagar eru síðan hann gekk til liðs við félagið.

Brown yfirgaf herbúðir Oakland Raiders fyrri um það bil tveimur vikum síðan og samdi í kjölfarið við New England Patriots sem er ríkjandi meistari í NFL.

Tveimur dögum eftir að Brown samdi við New England Patriots var hann kærður af Britney Taylor fyrrverandi einkaþjálfara sínum fyrir nauðgun.

Af þeim sökum ákváðu forráðamenn New England Patriots að leiðir myndu skilja á þessum tímapunkti en Brown spilaði einungis einn leik fyrir liðið.

Ekki hefur verið ákveðið hvort NFL-deildin hyggst grípa til einhverja aðgerða vegna ásakana Taylor á hendur Brown.