Liverpool staðfesti síðdegis í dag að þýski miðvallarleikmaðurinn Emre Can muni yfirgefa herbúðir félagsins, en hann hefur átt í viðræðum við Juventus undanfarið og búist er við því að hann skrifi undir fjögurra samning við ítölsku meistarana á næstu dögum. 

Can sem er 24 ára gamall kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen árið 2014, en hann lék 167 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum 14 mörk. 

Þá tilkynnti Liverpool við sama tilefni að Jon Flanagan muni hverfa af braut frá uppeldisfélaginu sínu í sumar.  will leave the club upon the expiry of their contracts this summer.

Flanagan sem kom upp úr unglingastarfi Liverpool lék 51 leik fyrir aðallið félagins, en hann lék sinn fyrsta leik árið 2011 og þann síðasta í september á síðasta ári.