Vopnaðir innbrotsþjófar brutust inn á heimili landsliðsmannsins Raheem Sterling, sem var staddur á heimsmeistaramótinu í Katar. Unnusta hans og börnin þeirra tvö voru á heimilinu þegar innbrotið átti sér stað.
Í gær birtust fréttir þess efnis að Sterling hafi dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna persónulegs máls, en England keppti við Senegal í gær og komst áfram í átta liða úrslit keppninnar. Óljóst er hvort Sterling mæti aftur til Katar.
Talið er að innbrotsþjófarnir hafi stolið úrum að virði 300 þúsund punda, sem samsvarar 52 milljónum íslenskra króna.
Raheem Sterling’s home was raided by armed invaders on Saturday, while his partner and young children were in the house.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 5, 2022
Raheem’s hugely committed to England but wanted to get home, supported by Southgate, the FA and all teammates.
He will decide if/when will be time to return. pic.twitter.com/rdiZ3LVxub