Vopnaðir inn­brots­þjófar brutust inn á heimili lands­liðs­mannsins Raheem Sterling, sem var staddur á heims­meistara­mótinu í Katar. Unnusta hans og börnin þeirra tvö voru á heimilinu þegar inn­brotið átti sér stað.

Í gær birtust fréttir þess efnis að Sterling hafi dregið sig úr enska lands­liðs­hópnum vegna per­sónu­legs máls, en Eng­land keppti við Senegal í gær og komst á­fram í átta liða úr­slit keppninnar. Ó­ljóst er hvort Sterling mæti aftur til Katar.

Talið er að inn­brots­þjófarnir hafi stolið úrum að virði 300 þúsund punda, sem sam­svarar 52 milljónum ís­lenskra króna.