Innbrotsþjófar fóru ránshendi um lúxusvillu sem Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og egypska landsliðsins í knatspyrnu á í Kaíró í Egyptalandi. Reuters greinir frá.
Enginn var í lúxusvillunni þegar að innbrotið átti sér stað, að sama skapi hafi ekki miklu verið stolið, til að mynda engum skartgripum.
Salah, sem er einn af lykilmönnum Liverpool heldur til Egyptalands í næstu viku þar sem hann mun halda í landsliðsverkefni með egypska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni Afríkumótsins gegn Malawi.