Gerard Pique, miðvörður Barcelona og spænska landsliðsins, lenti í því leiðindaratviki að brotist var inn á heimili hans og Shakiru í Barcelona á meðan þau voru fjarverandi.

Pique er þessa dagana í æfingarbúðum með spænska landsliðinu fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi en Shakira er á tónleikaferðalagi og lék í Þýskalandi þann daginn.

Foreldrar Pique voru í húsinu á meðan atvikið átti sér stað aðfaranótt fimmtudags en sluppu óhult. Þjófarnir komust í burtu með skartgripi og úr en engin fingraför fundust á staðnum.

Spánverjar eru mættir til Krasnodar í Rússlandi þar sem æfingarbúðir liðsins en þeir mæta Túnis í æfingarleik á morgun áður en þeir leika gegn Portúgal í fyrsta leik á HM í næstu viku.