Leiknum lauk með 2-1 sigri Real Madrid á heimavelli Börsunga. Liðið situr í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir níu umferðir, sex stigum frá toppsætinu.

Stuðningsmenn Barcelona voru allt annað en sáttir eftir leik gærdagsins og því fékk Koeman að finna fyrir er hann yfir gaf Nou Camp leikvanginn í bifreið sinni eftir leik.

Æstur hópur stuðningsmanna Barcelona gerði aðsúg að bíl Koemans er hann yfirgaf svæðið, börðu í bifreiðina og hrópuðu ókvæðisorðum í áttina að honum.

Koeman er undir mikilli pressu hjá Barcelona, gengið hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu og ofan á það bætist síðan slæm fjárhagsstaða félagsins.

Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu eftir uppákomu gærdagsins þar sem félagið fordæmdi ofbeldisfulla og slæma hegðun stuðningsmanna félagsins.