Brighton staðfesti í dag að félagið hefði gengið frá kaupunum á Leandro Trossard frá Genk fyrir fimmtán milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem Graham Potter fær til félagsins eftir að hafa tekið við liðinu í sumar af Chris Hughton.

Trossard sem er 24 ára skoraði fimmtán mörk í 35 leikjum með Genk sem fyrirliði liðsins á nýafstöðnu tímabili.

Hann hefur verið valinn í belgíska landsliðshópinn en bíður enn eftir eldskírn sinni með landsliðinu.