Enski boltinn

Brighton fór áfram eftir dramatískan sigur gegn Milwall

Brighton skoraði tvö mörk undir lok leiksins til að knýja fram framleningu og náði að innbyrða sigur í vítaspyrnukeppni gegn Milwall í lokaleik átta liða úrslita enska bikarsins í dag og verða því í pottinum ásamt Manchester City, Wolves og Watford.

Brighton leikur gegn City í undanúrslitum bikarsins. Fréttablaðið/Getty

Brighton skoraði tvö mörk undir lok leiksins til að knýja fram framleningu og náði að innbyrða sigur í vítaspyrnukeppni gegn Milwall í lokaleik átta liða úrslita enska bikarsins í dag og verða því í pottinum ásamt Manchester City, Wolves og Watford.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1983 sem Brighton kemst í undanúrslit bikarsins en Milwall var hársbreidd frá því að komast á Wembley.

Staðan var markalaus þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en Milwall virtist vera á leiðinni áfram eftir að mörk frá Aiden O'Brien og Alex Pierce komu Milwall 2-0 yfir þegar ellefu mínútur voru til leiksloka.

Jurgen Locadia minnkaði muninn á 88. mínútu og undir lok leiksins tókst Solly March að jafna metin eftir hörmuleg mistök markvarðar Milwall.

Það þurfti því að grípa til framlengingar þar sem Shane Ferguson, vítaskyttu Milwall, var vísað af velli á lokasekúndum framlengingarinnar.

Glenn Murray brenndi af í fyrstu vítaspyrnu Brighton en það kom ekki að sök þar sem Brighton nýtti næstu fimm spyrnur og hafði betur í bráðabana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

De Gea ofarlega á óskalista Zidane

Enski boltinn

Meistaraheppni hjá Manchester City um helgina

Enski boltinn

Gylfi Þór skoraði í sigri á Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing