Körfuboltakonan Bríet Sif Hinriksdóttir sem leikið hefur með Keflavík, Stjörnunni og síðast Grindavík í efstu deild hefur ákveðið að söðla um og semja við Hauka. Bríet Sif var að skila tæpum 13 stigum og fimm fráköstum í leik á síðasta ári með Grindavík. Þá hefur Elísabeth Ýr Ægisdóttir ákveðið að fara sömu leið.

Bríet Sif segist vera spennt fyrir komandi tímabili og að Haukar ætli sér stóra hluti í vetur. „Mér líst svaka vel á næsta tímabil, þetta er mjög góður hópur með fullt af sterkum leikmönnum. Mjög spennandi og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja liðið. Haukar er flottur klúbbur sem ætla sér stóra hluti og ég er mjög spennt fyrir að taka slaginn með þeim í vetur.“

Elísabeth Ýr er fædd 2003 og er því aðeins 17 ára. Hún var að skila sex stigum og fimm fráköstum á þeim mínútum sem hún spilaði með Grindavík á síðustu leiktíð. „Ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili og ánægð með að vera komin til Hauka. Ég er tilbúin að leggja mig fram og bæta mig sem leikmann og vonandi nýtist ég liðinu vel,“ sagði Elísabeth þegar hún var spurð hvernig henni litist á vistaskiptin.

„Bríet er náttúrlega þekkt stærð enda búin að spila í deildinni einhver 7-8 ár að mig minnir. Hún hefur verið í stóru hlutverki í sínum liðum síðastliðin 4 tímabil og verið ein af stigahæstu íslensku leikmönnum deildarinnar, enda frábær skotmaður. Og sama og með Elísubeth þá er Bríet með ákveðna styrkleika sem við töldum að okkur vantaði og því mjög ánægulegt að hún hafi tekið þessa ákvörðun“ sagði Bjarni um leikmennina tvo," segir Bjarni svo um Bríeti.

„Elísabeth er ein af efnilegustu leikmönnum landsins og stóð hún sig mjög vel á sínu fyrsta ári í Domino‘s deildinni á síðasta tímabili og sýndi að hún á klárlega að spila í efstu deild. Hún er með ákveðna eiginleika sem eiga eftir að nýtast okkur vel og erum við spenntir að fá að vinna með henni á næsta tímabili,“ segir Bjarni Magnússon, annar þjálfari Haukaliðsins, um hinn unga og efnilega leikmann.

„Haukar hafa misst nokkra leikmenn úr hópnum frá því á síðasta tímabili sem hafa annað hvort ákveðið að hvíla eða eru á leiðinni utan í skóla. Bjarni sagði að með tilkomu þessara leikmanna sem gengið hafa til liðs við Hauka í sumar séu þau skörð fyllt sem leikmennirnir skilja eftir sig. „Eftir að hafa misst nokkra leikmenn frá okkur frá síðastliðnu tímabili þá lá fyrir að við þyrftum að reyna að ná í leikmenn til fylla þeirra skörð. Með komu þessar tveggja leikmanna og Irenu Sól sem gekk til liðs við okkur fyrr í sumar þá tel ég að við höfum gert vel í því að fylla þessi skörð og fer því ánægður inn í stutt sumarfrí,“ segir þjálfarinn um stöðu mála á Ásvöllum.