The Athletic greindi frá. Völlurinn mun hljóta nafnið Crypto.com Arena og mun það vera hluti af samstarfssamningi sem gerður er til tuttugu ára.

Talið er að samningurinn sé einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna ef litið er til samninga er snúa að nafnabreytingum á leikvöngum.

Stalpes Center opnaði árið 1999 og hefur síðan þá verið heimavöllur Los Angeles Lakers, Clippers, Kings og Sparks.

,,Þetta mun vera skrýtið," sagði Paul George, leikmaður Los Angeles Clippers. ,,Ég ólst upp við að leikvangurinn héti Staples Center. Þetta verður náttúrulega sami leikvangur og áður en mér finnst verið að klippa á söguna með því að kalla leikvanginn eitthvað annað."

Talið er að virði samningsins hljóði upp á rúma 700 milljónir dollara eða því sem jafngildir rúmum 93 milljörðum íslenskra króna.