Eftir átján mánaða undirbúningsvinnu er breska Ólympíunefndin búin að leggja lokahönd á ferli fyrir konur sem eru Ólympíufarar en vilja samhliða íþróttaferlinum huga að barneignum.

Með því verður þeim veittur stuðning á meðan meðgöngu stendur og eftir að barnið kemur í heiminn.

Í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér kemur fram að þetta eigi að auðvelda afreksíþróttafólki Bretlands í barneignum en að um leið sé ferlið fjölbreytilegt og hvert atvik sé tekið fyrir sig.

Fyrr á þessu ári setti spretthlauparinn Allyson Felix á laggirnar styrktarsjóð fyrir afrekskonur á Ólympíustigi sem eru um leið nýbakaðar mæður.