HM 2018 í Rússlandi

Breskir ráð­herrar og konungs­fjöl­skyldan fara ekki á HM

Theresa May tilkynnti í dag að hvorki ráðherrar né nokkur aðili úr konungsfjölskyldunni myndi fara til Rússlands að fylgjast með Englandi á HM eftir að rússnesk stjórnvöld eitruðu fyrir fyrrum njósnara sínum í Bretlandi á dögunum.

Theresa May gengur út af fundi í ráðherrabústaðnum í London í dag. Fréttablaðið/Getty

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ákvörðun hefði verið tekin um að enginn úr konungsfjölskyldunni né ráðherra myndi ferðast til Rússlands til að fylgjast með HM í knattspyrnu sem hefst þar í júní.

Er sú ákvörðun tekin í ljósi þess að rússnesk yfirvöld eru sökuð um að hafa eitrað fyrir fyrrum njósnara sínum sem var búsettur í Englandi.

Sergei Skripal fannst ásamt dóttur sinni meðvitundarlaus fyrir utan verslunarmiðstöð í Bretlandi en þá hafði taugaeitri verið komið fyrir á krá sem þau höfðu nýlega borðað á.

May talaði um það fyrr í vikunniað ef upp kæmist um aðild Rússa að málinu myndi enginn ráðherra né úr konungsfjölskyldunni mæta en hún greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar áðan.

Utanríkisráðuneyti Rússlands svaraði með yfirlýsingu þar sem sagt var að ef Bretar myndu sniðganga mótið yrði það  til að skaða gott samband ríkjanna sem og setja ljótan blett á íþróttir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Gri­ezmann tekur á­kvörðun um fram­tíðina fyrir HM

HM 2018 í Rússlandi

Króatar frumsýna HM-búninginn

HM 2018 í Rússlandi

For­maður dómara­nefndar KSÍ róar Rússa

Auglýsing
Auglýsing