Valur vann þægilegan 82-60 sigur þegar liðið sótti Skallagrím heim í Borgarnes í sjöundu umferð Domino's-deildar kvenna í kvöld.

Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson voru stigahæstar hjá Val sem hefur haft betur í öllum sjö leikjum sínum til þessa með 20 stig hvor.

Keira Breeanne Robinson var hins vegar atkvæðamest hjá Skallagrími sem er í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með átta stig líkt og Haukar sem mættu KR.

Þar fór KR með sigur af hólmi 70-60 í leik þar sem KR-ingar höfðu undirtökin frá upphafi til enda.

Hildur Björg Kjartandóttir skoraði mest fyrir KR eða 22 stig talsins en Lovísa Björt Henningsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka með 18 stig. KR hefur 12 stig í öðru sæti deildarinnar.

Breiðablik vann svo sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið mætti hinu stigalausa liði deildarinnar, Grindavík, en lokatölur í þeim leik urðu 70-64 Blikum í vil.

Keira Breeanne Robinson skoraði 23 stig fyrir Breiðablik og Björk Gunnarsdóttir bætti 20 stigum í sarpinn. Kamilah Tranese Jackson var hins vegar öflugust hjá Grindavík með 15 stig en Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.

Keflavík og Snæfell sem eru í fimmta og sjötta sæti deildarinnar mætast í síðasta leik umferðarinnar 20. nóvember næstkomandi.

Skallagrímur-Valur 60-82 (8-17, 11-17, 14-25, 27-23)

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 29/9 fráköst/8 stolnir, Emilie Sofie Hesseldal 12/13 fráköst/5 stoðsendingar, Maja Michalska 6, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/8 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 3, Clara Mathilde Colding-Poulsen 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Heiður Karlsdóttir 0.

Valur: Helena Sverrisdóttir 20/14 fráköst, Kiana Johnson 20/4 fráköst/11 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 16/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Kristín María Matthíasdóttir 3, Lea Gunnarsdóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Arna Dís Heiðarsdóttir 0.

KR-Haukar 70-60 (18-20, 20-9, 21-16, 11-15)

KR: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/7 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 18/9 fráköst/9 stoðsendingar, Sanja Orazovic 15/7 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Margrét Kara Sturludóttir 3/9 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 3, Ástrós Lena Ægisdóttir 2, Unnur Tara Jónsdóttir 0/4 fráköst, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0, Margrét Blöndal 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0.

Haukar: Lovísa Björt Henningsdóttir 18/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 10/9 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9/6 fráköst/5 stolnir, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Jannetje Guijt 4, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0.

Breiðablik-Grindavík 70-64 (26-19, 15-19, 7-5, 22-21)

Breiðablik: Violet Morrow 17/15 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Björk Gunnarsdótir 16, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 12, Telma Lind Ásgeirsdóttir 10/6 fráköst, Paula Anna Tarnachowicz 8/5 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 4, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Þórdís Rún Hjörleifsdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Selma Pedersen Kjartansdóttir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Marta Ellertsdóttir 0.

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 15/10 fráköst/8 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 10/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 7, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 3, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Bjarkadóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0.