Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi að framherjinn Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil. Þetta kemur fram á frétt á blikar.is.

Þar kemur fram að leikmaðurinn geri þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Pétur Theódór, sem er 25 ára framherji, er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í Lengjudeildinni 2021 með 18 mörk í 19 leikjum. Auk þess skoraði hann þrjú mörk í tveimur leikjum í Mjólkurbikar karla á tímabilinu.

Á ferli sínum hefur Pétur Theódór spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 74 mörk. Þá á hann að baki fjóra drengjalandsleiki en lenti svo í erfiðum meiðslum.

Breiðablik er sem stendur á toppi Pepsi Max-deildairnnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.