Dregið var í riðla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í höfuðstöðvum evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, í Nyon í Sviss í dag.

Breiðablik, sem var í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var, er með franska liðinu PSG, spænska liðinu Real Madrid og úkraínska liðinu WFC Kharkiv í riðli.

Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og samherjar þeirra hjá þýska liðinu Bayern München eru með Lyon, franska liðinu sem Sara Björk Gunnarsdóttur leikur með, sænska liðinu Häcken, með Dilja Ýr Zomers innanborðs og Cloé Lacasse og liðsfélögum hennar hjá portúgalska liðinu Benfica í riðli.

Barcelona sem er ríkjandi meistari er svo með Arsenal, Hoffenheim og HB Köge í riðli. Chelsea, sem laut í lægra haldi fyrir Barcelona í úrslitaleik keppninnar síðasta vor, er með Wolfsburg, Juventus og Servette í riðli.

Leikið verður í riðlakeppninni frá því í byrjun október og fram í miðjan desember.

Hér að neðan má sjá riðlana fjóra:

A-riðill

Chelsea

Wolfsburg

Juventus

Servette

B-riðill

PSG

Breiðablik

Real Madrid

WFC Kharkiv.

C-riðill

Barcelona

Arsenal

Hoffenheim

HB Köge

D-riðill

Bayern München

Lyon

Häcken

Benfica