Breiðablik hafði betur með tveimur mörkum gegn einu þegar liðið fékk Austria Wien í heimsókn í annarri umferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta á Kópa­vogs­völl í kvöld.

Kristinn Steindórsson skoraði fyrra mark Breiðabliks eftir frábæra fyrirgjöf frá Höskuldi Gunnlaugssuni. Það var svo Kristinn sem lagði upp seinna mark Blika fyrir Árna Vilhjálmsson.

Fyrri leik­ liðanna sem fram fór í Vín­ar­borg fyrir viku síðan lyktaði með 1-1 jafntefli og Breiðablik er þar af leiðanid komið áfram í þriðju umferð keppninnar. Breiðablik mætir skoska liðinu Aber­deen í þriðju um­ferð keppn­inn­ar.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins var í Kópavogi í kvöld og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.