Breiðablik etur í dag kappi við er króatíska liðið Osijek í í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Síðast þegar Blikar léku í Meistaradeildinni haustið 2019 komst liðið í 16 liða úrslit þar sem franska stórliðið PSG sló Kópavogskonur út.

Keppnifyrirkomulaginu hefur hins vegar verið breytt og umtalsvert meiri fjárhæð í húfi fyrir sæti í 16 liða riðlakeppni en áður hefur verði.

Eftir leikinn í dag er á dagskrá bikarúrslitaleikur hjá Breiðabliki gegn Þrótti 1. október næstkomandi en fari Blikar með sigur af hólmi í viðureignni við Osijek mun liðið leika í riðlakeppninni í byrjun október og fram í miðjan desember.

Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli þar sem Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Breiðabliks. Leikur liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli hefst klukkan 17.00 í dag en þar verða Blikar án eins leikmanns sem greindist með kórónaveiruna í vikunni.