Íslenski boltinn

Breiðablik komst á toppinn að nýju

Breiðablik hrifsaði toppsætið í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu af ríkjandi meisturum, Þór/KA, sem höfðu setið þar í um það bil klukkustund með 1-0 sigri gegn Val í toppslag deildarinnar á Kópavogsvellinum í kvöld. Þá vann FH mikilvægan sigur gegn Grindavík í fallbaráttu deildarinnar.

Breiðablik trónir á toppi deildarinnar. Fréttablaðið/Eyþór

Breiðablik lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Val í níundu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum í kvöld. 

Það var Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sem tryggði Blikum sigurinn með marki sínu úr vítapyrnu þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leikum. 

Sigur Breiðabliks þýðir að liðið komst á topp deildarinnar á nýjan leik, en liðið hefur 24 stig eftir þennan sigur, en Þór/KA er í öðru sæti með 23 stig og Valur kemur þar á eftir með 19 stig. 

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði svo sigurmark FH þegar liðið mætti Grindavík í baráttu liðanna hinum megin í deildinni. 

FH hefur sex stig í næstneðsta sæti deildarinnar og er einu stigi frá HK/Víkingi sem er í sætinu fyrir ofan fallsæti. Grindavík er hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með níu stig. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Íslenski boltinn

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing