Íslenski boltinn

Breiðablik á toppinn - FH komið á blað

Fjórir leikir fóru fram í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Úr leik KR og FH í kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Breiðablik endurheimti toppsæti Pepsi-deildar kvenna með 1-3 sigri á nýliðum HK/Víkings í Kórnum í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fjolla Shala og Agla María Albertsdóttir (víti) skoruðu mörk Blika sem hafa unnið alla þrjá leiki sína.

Kristina Maureen Maksuti skoraði fyrir heimakonur. HK/Víkingur er með þrjú stig í 8. sæti deildarinnar.

Valskonur rifu sig upp eftir tapið fyrir Stjörnukonum og unnu 0-3 sigur á Grindvíkingum suður með sjó. 

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elín Metta Jensen (víti) gerðu mörk Vals sem er í 3. sæti með sex stig. Grindavík er án stiga á botni deildarinnar.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Stjarnan og Selfoss mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Þetta var annar sigur Stjörnukvenna í röð. Þær eru með sex stig í 4. sæti. Selfoss bíður enn eftir sínu fyrsta stigi.

FH náði í sín fyrstu stig þegar liðið vann 1-2 útisigur á KR. Sigurmarkið var sjálfsmark Hugrúnar Lilju Ólafsdóttur. Bæði lið eru með þrjú stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenski boltinn

HK náði fimm stiga forskoti á Þór

Íslenski boltinn

ÍBV færist nær fjórða sætinu

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing