Íslenski boltinn

Breiðablik á toppinn - FH komið á blað

Fjórir leikir fóru fram í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Úr leik KR og FH í kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Breiðablik endurheimti toppsæti Pepsi-deildar kvenna með 1-3 sigri á nýliðum HK/Víkings í Kórnum í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fjolla Shala og Agla María Albertsdóttir (víti) skoruðu mörk Blika sem hafa unnið alla þrjá leiki sína.

Kristina Maureen Maksuti skoraði fyrir heimakonur. HK/Víkingur er með þrjú stig í 8. sæti deildarinnar.

Valskonur rifu sig upp eftir tapið fyrir Stjörnukonum og unnu 0-3 sigur á Grindvíkingum suður með sjó. 

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Elín Metta Jensen (víti) gerðu mörk Vals sem er í 3. sæti með sex stig. Grindavík er án stiga á botni deildarinnar.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Stjarnan og Selfoss mættust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Þetta var annar sigur Stjörnukvenna í röð. Þær eru með sex stig í 4. sæti. Selfoss bíður enn eftir sínu fyrsta stigi.

FH náði í sín fyrstu stig þegar liðið vann 1-2 útisigur á KR. Sigurmarkið var sjálfsmark Hugrúnar Lilju Ólafsdóttur. Bæði lið eru með þrjú stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

FH upp að hlið Breiðabliki á toppnum

Íslenski boltinn

Enn og aftur tapaði Stjarnan niður forskoti

Íslenski boltinn

Ólafur Ingi á heimleið eftir HM

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Hannes tekinn af velli vegna meiðsla

HM 2018 í Rússlandi

24 dagar í HM

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Auglýsing