Brasilía fór með 4-2 sigur af hólmi þegar liðið mætti Þýskalandi í riðlakeppni Ólympíuleikanna fótbolta karla í Yokohama í dag. Liðin leika í D-riðli leikanna.

Richarlison, leikmaður Everton, lék á als oddi en hann skoraði þrjú fyrstu mörk Brasilíu í leiknum og Paulinho innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Það voru Nadiem Amiri og Ragnar Ache sem skoruðu hins vegar mörk þýska liðsins.

Fyrr í dag bar Fílabeinströndin sigur úr býtum gegn Sádí-Arabíu með tveimur mörkum gegn einu í D-riðlinum.