Enski boltinn

Brasilísk innreið á Goodison Park

Marco Silva þekkir vel til Richarlisons og fékk hann til Everton. Hann byrjaði síðasta tímabil af miklum krafti en gaf svo eftir.

Richarlison sem kom til Everton frá Watford í sumar með boltann í leik með liðinu gegn Valencia. Fréttablaðið/Getty

Brasilíski vængmaðurinn Richarlison endurnýjar samstarf sitt við Marco Silva sem tók við sem knattspyrnustjóri hjá Everton síðasta vor, en þeir unnu saman með fínum árangri hjá Watford á síðustu leiktíð. 

Hann er snöggur og flinkur kantmaður, en Everton skorti tilfinnanlega hraða í sóknarleik sinn á síðasta keppnistímabili og Richarlison á að leysa þann vanda. Hann var fyrstu kaup Silva og Marcel Brands sem ráðinn var sem yfirmaður knattspyrnumála í sumar.

Richarlison kostaði um það bil 40 milljónir punda og er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni. Það er því pressa á Brasilíumanninum að hann standi sig.

Hann lék alla 38 deildarleiki Watford á sínu fyrsta tímabili með liðinu og skoraði í þeim leikjum fimm mörk. Everton er því ekki að fjárfesta í markaskorara af guðs náð, en hann getur ógnað með hraða sínum og knatttækni og skapað fyrir samherja sína í opnu spili. 

Samlandi hans, Bernard, sem er örvfættur vængmaður með snerpu og kraft, gekk svo til liðs við Everton frá úkraínska liðinu Shaktar Donetsk á lokadegi félagaskiptagluggans síðdegis í gær.

Það er því líklegt að Everton leiki með tvo brasilíska sóknartengiliði sinn hvorum megin við Gylfa Þór sem verður í hlutverki sóknarsinnaðs miðjumanns. Sóknarlína Everton er þar af leiðandi orðin mun kvikari og tæknilega betri en sú sem liðið hafði á að skipa síðasta vetur. Hinn fótfrái Theo Walcott þarf því að hafa meira fyrir því að komast í byrjunarliðið en undir stjórn Sams Allardyce. 

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mané braut þumalputta á æfingu

Enski boltinn

Mourinho sagði hórusonum að fokka sér

Enski boltinn

Matic tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Barcelona komið í úrslit á HM

Auglýsing