Martin Braithwaite var kynntur sem leikmaður Barcelona í gærkvöldi. Kaupin eru tilkominn vegna neyðarástands í framlínu félagsins og hafa margir gagnrýnt þessi kaup og hvernig að þeim var staðið.

Myndbönd af honum vera í erfiðleikum að halda á lofti hafa flogið um netheima og netverjar hafa skemmt sér konunglega yfir erfiðleikum danans sem var trúlega töluvert meira en stressaður enda ekki á hverjum degi sem leikmaður með hans ferilskrá fær séns hjá Barcelona.