Það var taumlaus gleði í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld. Þátturinn er sýndur alla föstudaga og hefur notið vinsælda.

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og Bragi Þórðarson, Formúlu lýsandi voru gestir hjá Benna.

Bragi fór yfir stóra hneykslið í Formúlu 1 þar sem allt sauð upp úr. „Þarna sýndi hann sinn innri mann til að ná sjötta sætinu. Hann er kominn með 429 stig frekar en 427, gerir þetta af engri ástæðu," sagði Bragi.

„Miðað við allt sem Sergio Perez hefur gert fyrir Verstappen, hann gaf honum Heimsmeistaratitil í fyrra og tafði Hamilton þar. Perez er að elta annað sætið í Heimsmeistaramótinu, Red Bull vildi að þeir myndu hleypa honum.“

Umræðan er í heild hér að neðan.