Enska úrvalsdeildarfélagið í knattspyrnu, Manchester City, hefur boðið 41 milljónir punda í Nathan Aké, varnarmann Bournemouth.

Viðræður hófust milli félaganna um vistaskipti hollenska varnarmannsins undir lok síðasta keppnistímabils. Skysports segir að forráðamenn Bournemouth hafi samþykkt kaupbilboð kollega sinna hjá Manchester City.

Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Aké verði orðinn leikmaður Manchester City á næstu dögum. Aké kom til Bournemouth frá Chelsea fyrir 20 milljónir punda sem var hæst verð sem félagið hafði greitt fyrir leikmann á þeim tíma árið 2017.

Manchester City er þar að auki komið langt í viðræðum sínum við spænska liðið Valencia um kaup á sóknartengiliðnum Ferran Torres. Þá er liðið auk þess orðað við Kalidou Koulibaly, varnarmann Napoli, og Davil Alaba, bakvörð Bayern München.