For­stöðu­maður munaðar­leysingja­hælis í Gana sem er starf­rækt af góð­gerða­sam­tökunum Becky's Founda­tion, segir að frá­fall gan­verska knatt­spyrnu­mannsins Christian Atsu hafi haft djúp­stæð á­hrif á krakkana sem þar búa, þau hafi mörg hver kallað Atsu föður sinn.

Atsu, sem var leik­maður tyrk­neska fé­lagsins Hata­y­spor, lét lífið í jarð­skjálftunum stóru sem riðu yfir Tyrk­land og Sýr­land í síðasta mánuði. Lík hans fannst í rústum byggingar þann 18. febrúar síðast­liðinn.

Þessi at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu hafði lagt sitt af mörkum til þess að styðja við starf­semi munaðar­leysingja­hælis í heima­landi sínu Gana.

„Við báðum til guðs og vonuðumst eftir því að hann myndi finnast á lífi í rústunum,“ sagði Seth Asi­edu, stjórnandi Becky's Founda­tion í við­tali í þættinum Af­ri­ca Daily sem er starf­ræktur af BBC

„Þegar að við fengum fréttirnar, að Atsu hefði fundist látinn, urðu börnin mjög niður­dregin. Í kjöl­farið höfum við boðið þeim á­falla­hjálp og sál­fræði­tíma til þess að vinna með og komast yfir sorgina sem þessu fylgir.“

Atsu hafði lagt sitt af mörkum í sam­starfi við Becky's Founda­tion, meðal annars var hann að hjálpa til við að koma upp skóla í strand­bænum Senya Be­raku í Gana.

„Með frá­falli hans misstum við öflugan styrktar­aðila. Hann út­vegaði pening, mat, föt og fleira handa börnunum. Í raun tók hann þátt í öllum pakkanum, borgaði fyrir skóla­göngu þeirra, skóla­gögn, skóla­búninga.“

Þá hafi hann oft komið við á munaðar­leysingja­hælinu í Gana, stundum ó­vænt, börnunum til mikillar gleði.

„Þegar að hann steig út úr bílum sínum hérna hlupu börnin til hans og hoppuðu á hann. Þau kölluðu hann frænda sinn, sum kölluðu hann föður sinn.“