Enski boltinn

„Borgum ekki 100 milljónir fyrir varnasinnaðan miðjumann“

Pep Guardiola er hrifinn af Rúben Neves en segir að Manchester City muni ekki borga metverð fyrir portúgalska miðjumanninn.

Pep Guardiola segir að Rúben Neves sé ekki á leið til City. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið muni ekki 100 milljónir punda fyrir varnarsinnaðan miðjumann.

City mætir Wolves í síðasta leik 22. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

City hefur verið orðað við miðjumann Úlfanna, Rúben Neves. Guardiola hefur mikið álit á leikmanninum en segir ólíklegt að City sé tilbúið að borga morðfjár fyrir hann. Riyad Mahrez er dýrasti leikmaður í sögu City en hann var keyptur á 60 milljónir punda frá Leicester City í sumar.

„Neves er frábær leikmaður. En það eru margir varnarsinnaðir miðjumenn til í heiminum sem geta spilað hér. Þetta snýst ekki um það,“ sagði Guardiola.

„Flestir þeirra eru samningsbundnir sínum félögum. Fyrir um mánuði las ég að við myndum borga 100 milljónir punda fyrir Neves. Það gerist ekki. Við borgum ekki 100 milljónir punda fyrir varnarsinnaðan miðjumann.“

Fernandinho er eini eiginlegi varnarsinnaði miðjumaðurinn í leikmannahópi City og liðið hefur lent í vandræðum þegar hann er fjarverandi. Brassinn verður 34 ára síðar á þessu ári.

City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. City og Wolves gerðu 1-1 jafntefli í fyrri deildarleik sínum á tímabilinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Enski boltinn

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Fótbolti

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Auglýsing

Nýjast

ÍR, KR og Njarðvík í Höllina

Boateng til Barcelona

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Auglýsing