Reyjavíkurborg, Þróttur og Ármann skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis fyrr á þessu ári en nú er búið samþykkja breytingu á deiliskipulagi sem ætti að þýða að framkvæmdir ættu að hefjast innan tíðar.

Samkvæmt nýja deiliskipulaginu verður grassvæði Þróttar við Suðurlandsbraut nýtt undir þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum með tilheyrandi æfingasvæði en sú hugmynd er enn í vinnslu.

Í staðinn verða gerðir nýir gervigrasvellir þar sem Valbjarnarvöllur stendur í dag og verða þeir afgirtir með netgirðingum. Áfram er gert ráð fyrir opnum göngu- og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og vallanna.

Heimilt verður að reisa níu ljósamöstur við vellina en tennisvöllurinn verður áfram á sínum stað.