Borche gerði frábæra hluti með ÍR þar sem hápunktur hans með liðið var án efa tímabilið 2018-2019 er liðið komst í úrslit úrslitakeppninnar í þáverandi Dominos deildinni þar sem liðið laut í lægra haldi gegn KR

Borche lítur sáttur til baka á tíma sinn með ÍR. ,,Þetta var hreint út sagt frábær tími þar sem að sköpuðust margar góðar minningar. Það liggur enginn vafi á því að ég verð stuðningsmaður ÍR í framtíðinni,“ segir Borche í samtali við Fréttablaðið.

Borche hefur starfað á Íslandi frá árinu 2006 með liðum á borð við KFÍ, Tindastól og Breiðablik. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við hjá þessum reynslumikla þjálfara en hann ætlar að byrja á því að taka sér frí fram yfir áramót.

,,Planið er að taka sér frí fram yfir áramót og þá mun ég skoða alla þá kosti sem mér bjóðast,“ segir körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski í samtali við Fréttablaðið.