Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic þurfti að draga sig úr leik í tveimur mótum í Bandaríkjunum á síðustu stundu þar sem hann er ekki búinn að þiggja bóluefni við Covid-19.
Að sögn Djokovic varð krafa bandarísku ríkisstjórnarinnar um að allir þeir sem komi inn í landið séu bólusettir til þess að hann gæti ekki ferðast til Bandaríkjanna og tekið þátt.
Með því missir Djokovic af BNP Paribas Open og Miami Open á mótaröð þeirra bestu. Í færslu Djokovic á Twitter kemur fram að hann hafi vonast til þess að bandarísk stjórnvöld myndu slaka á bólusetningarskyldu við komuna til landsins í tæka tíð.
While I was automatically listed in the @BNPPARIBASOPEN and @MiamiOpen draw I knew it would be unlikely I’d be able to travel. The CDC has confirmed that regulations won’t be changing so I won't be able to play in the US. Good luck to those playing in these great tournaments 👊
— Novak Djokovic (@DjokerNole) March 9, 2022
Djokovic var vísað úr landi í Ástralíu á dögunum eftir að áströlsk stjórnvöld drógu til baka undanþágu frá bólusetningarkröfu fyrir Djokovic.
Málið vakti heimsathygli enda var Serbinn kominn til Ástralíu og búinn að fá undanþágu þegar ríkisstjórn Ástralíu snerist hugur.
Sjálfur hefur Serbinn ítrekað að hann ætli sér ekki að þiggja bóluefnið og sé tilbúinn að fórna þátttöku í risamótunum.